Líkamsvirðing

Líkamsvirðing. Það er fallegt orð með djúpa merkingu sem lítill hluti fólks nær að tileinka sér. Ég las alltaf pistla Líkamsvirðingar á pressan.is en ég þekki einn pennann sem skrifar þar. Þess má geta að sú stúlka er ótrúlega klár og vel gefin, og er sálfræðingur að mennt. Facebook-síða Líkamsvirðingar hafði alveg farið fram hjá mér, þar til í gær. Þá rak ég augun í mjög áhugaverða mynd sem vakti mig til umhugsunar. Verulega. Ég tók saman ýmislegt sem Líkamsvirðing hefur deilt og ég gjörsamlega elska þessi skilaboð.

Sjá má facebook-síðu Líkamsvirðingar: hér.

Óþolandi skilaboð daginn inn og daginn út!

Ég hef alveg lent í þessari vitleysu en ég hef náð miklum árangri og þá í rétta átt. Ég trúi til dæmis ekki enn þann dag í dag að ég hafi leyft heilum hópi af fólki stjórna því hvernig ég leit út. Ég aflitaði á mér hárið og grennti mig um heilan haug af kílóum. Þá loks varð ég falleg samkvæmt þeirra stöðlum. Nema það entist í korter því ég gat auðvitað ekki haldið mér svona. Ég ætla ekkert að fara neitt frekar út í þá sálma – en ég styð þessi skilaboð. Það þarf að verða viðhorfsbreyting, því með breyttum viðhorfum fylgir breytt hegðun.

  • Love
  • Save
    1 love
    Add a blog to Bloglovin’
    Enter the full blog address (e.g. https://www.fashionsquad.com)
    We're working on your request. This will take just a minute...