Tilvaldar jólagjafir

Jæja, 1. desember er handan við hornið.. það er ekki seinna vænna en að byrja að huga að jólagjafakaupum.

Eins og þið sjáið á þessum skrifum hér að framan þá skrifaði ég þessa færslu í nóvember. Hún sat óvart á hakanum. Ég setti saman lista, þá bæði með hlutum sem fást á Íslandi og erlendis. Skemmtilegast finnst mér að fá gjafir sem standast tímans tönn… og hér eru því nokkrar hugmyndir eftir því ásamt öðrum sem duga skemur:

Scintilla plakötin sem Svana á Svartáhvítu hefur svo oft sagt frá. Ég á neðra plakatið en það bíður eftir því að komast í flottan ramma. Plakötin eru á lækkuðu verði fram að jólum, það stærra (A1) á 9.900kr. og það minna (A2) á 6.900kr. Þau fást í Fást í Spark Design Space Klapparstíg, Kistu í Hofi Akureyri, Motívo á Selfossi og Scintilla versluninni í Skipholti 25.

…. og svo við höldum áfram með vörur frá Scintilla, þá get ég ekki annað en mælt með þessum ótrúlega flottu organic handklæðum frá þeim. Ég fékk eitt gult um daginn þegar ég fór á kynningu til Lindu í Scintilla. Handklæðin koma í sex litum og eru úr 100% bómul… persónulega finnst mér bleiku og gulu flottust. Það er svo smart að hafa snyrtilegt baðherbergi.. það byrjar oft með fallegum handklæðum. Mjög vegleg og flott jólagjöf.

Ég keypti mér NotKnot púða fyrir nokkrum árum… áður en hann varð gífurlega vinsæll. Þá hafði ég einmitt séð hann í sófa einnar bestu vinkonu Ragnheiðar Aspar sem hannar púðana. Ég varð að eignast hann, enda mjög einstakir púðar og sérlega hrífandi í útliti. Nú er komin minni týpa af NotKnot sem nefnist MaybeKnot. Hann kostar 15.900kr. í Hrím hönnunarhús.

Snyrtivöruhirslur frá Moments er frábær jólagjöf. Mig langar rosalega í þessa vinstra megin, en hún er á 6.990kr en sú sem er hægra megin er á 5.990 kr. Eins og er nota ég hirslu úr BYKO undir mínar snyrtivörur, en hún á nú að vera notuð undir hnífapör. Sú hirsla er fín og heldur hlutunum skipulögðum, en þessar hirslur frá Moments eru frábærar.. í útliti sem og notagildi þeirra.

Förðunarburstarnir frá Real Techniques. Langbestu burstar sem ég hef komist í. Mikill plús að þeir séu á svo sanngjörnu verði en þeir fást til dæmis í Hagkaupum.

Kríli frá listakonunni Línu Rut. Facebook síðu Línu Rutar má sjá hér. Ég á tvö… frábær gjöf.

BIO EFFECT 30 DAY TREATMENT var nýlega valið á Top 100 listann yfir bestu húðvörur heims. Ég hef notað Bio Effect vörurnar mikið eins og hefur sést í nokkrum færslum. Bio Effect 30 daga meðferðin er meðal annars talin draga úr fínum línum og hrukkum, þétta húðina og jafna húðlit. Þessi pakki er frábær fyrir þær sem eru á mínum aldri. Ég hlakka til að prófa hann þar sem ég hef mjög góða reynslu af öðrum vörum frá merkinu.

Jólalakkrísinn eftir Johan Bulow er skemmtileg viðbót við jólapakkann. Lakkrísinn er gullhúðaður og einstaklega góður!

Þvílíkur unisex biker jakki frá JÖR. Til í tveimur litum, þá bláum með gylltum rennilásum og svörtum með silfruðum rennilásum. Tímalaus og vandaður jakki.

Hattarnir frá Janessa Leone, sem fást nú í JÖR. Mig er búið að langa í hatt frá henni síðan í vor, en stelpa sem ég elti á Instagram er oft með hatt eftir hana. Flottir og vandaðir!

Beyoncé Platinum Edition. Fæst hér. Skemmtileg jólagjöf!

Kápurnar gerast ekki mikið glæsilegri en Lifecoat eftir Jet Korine, verslunareiganda GLORIA á Laugaveginum. Það má alveg ein laumast í minn jólapakka.

Polar Loop úrið. Frábært úr sem hvetur mann til að hreyfa sig daglega og ná settum markmiðum. Fæst hjá NOVA og kostar 16.990kr. Úrið hvetur þig til daglegrar hreyfingar sem er reiknuð út frá þyngd, hæð, kyni og fleira. Úrið er mjög nákvæmt og vekur mann til umhugsunar. Ég fékk úrið þegar ég var að skrifa mastersritgerðina.. og það má segja að ég hafi fengið það á hárréttum tíma því á þessum tíma var voðalega auðvelt að hanga í tölvunni og læra, í stað þess að hreyfa sig.

Orange Ginger úr Aromatherapy línunni frá Bath & Body works er frábær í jólapakkann. Fæst í Bandaríkjunum… ég mæli mikið með þessum jólapakka.

Keypti mér BROW drama eftir að hafa prófað það hjá mömmu. Þvílíkur munur á brúnunum og nú er þessi vara ómissandi. Það er sko alveg hægt að lauma einum svona með. Ég keypti #mediumbrown.

Algae þörungamaskinn frá BLUE LAGOON er frábær. Maskinn inniheldur tvo mjög sjaldgæfa þörunga úr vistkerfi Bláa lónsins. Þeir eru taldir vinna gegn öldrun húðarinnar með því að viðhalda kollagenframleiðslu hennar. Ég nota þennan maska allavega einu sinni í mánuði.

Marc Jacobs húfurnar sem ég bloggaði um fyrr í vetur (sjá hér). Ég keypti aðra um daginn en hún er í burgundy lit. Án efa bestu húfur sem ég hef átt.

Handrenndir kertastjakar frá Further North í svörtu og eik. Þeir fást í fjórum mismunandi stærðum eða frá 25cm upp í 40cm. Mér finnst þeir æðislegir!

Gærupúðarnir frá Further North eru líka æðislegir. Þeir lífga sannarlega upp á!

OXO boxin. Þau eru svo frábær að ég get ekki mælt nógu mikið með þeim. Ég er að safna þeim og er nú með eitthvað um tíu box. Maturinn helst ferskur og svo er skipulagið auðvitað frábært. Mér finnst þetta æðisleg jólagjöf :) Þau fást í Kokku á Laugaveginum en ég hef keypt mín í Bandaríkjunum. Fást t.d hér.

Kisukertin eftir Þórunni Árnadóttur. Þau gerast ekki flottari. Og svo eru þau mun stærri en ég hélt, eins og sést á seinni myndinni. Sá þau um daginn í heimahúsi og það fyrsta sem ég sagði var “Vá, eru þau svona stór”. Ótrúlega flott, ég myndi brosa mínu breiðasta ef ég fengi eitt svona. Fást til dæmis í Aurum, Epal, Hrím, Kraum, Minju, Spark design space og Snúran.is. Svo mæli ég með að skoða heimasíðu kertanna, Pyropetcandles.com.

Mér dettur ekkert meira í hug í bili!

Annars langar mig bara að minna ykkur á að fylgjast með Trendnet á Facebook
Jólasveinarnir gefa þar 13 gjafir fram að jólum.

  • Love
  • Save
    Add a blog to Bloglovin’
    Enter the full blog address (e.g. https://www.fashionsquad.com)
    We're working on your request. This will take just a minute...