Svana

FEGURÐ EÐA NOTAGILDI?

Ein uppáhaldsspurningin mín þegar ég hef tekið viðtöl við t.d. hönnuði er hvort sé mikilvægara, fegurð eða notagildi? Oft þarf að gæta viss jafnvægis í þessu þó að ég falli æ oftar fyrir fallegum hlutum sem hafa nákvæmlega ekkert notagildi. Núna tel ég mig svona almennt meðvitaða um að kaupa mér ekki ljóta hluti og reyni eins og ég get að takmarka slíka hluti á heimilinu.

Þó er einn hlutur á heimilinu alveg afskaplega ljótur að mínu mati, en notagildið er það gott að ég hef ekki tímt að losa mig við hann! Það er þetta skartgripatré frá Ikea sem er inni á baðherbergi…

Þetta er alveg afburðar ljót hönnun að mínu mati en hún fær þó eflaust að fylgja mér áfram í einhvern smá tíma. Nema einhver geti bent mér á betra og fallegra skartgripatré en þetta, þá skal ég glöð skipta þessu út!

P.s. eruð þið að tékka á bleiku fínu stöfunum í bannernum? Ég ákvað að skella blogginu í smá andlitslyftingu:)

  • Love
  • Save
    Add a blog to Bloglovin’
    Enter the full blog address (e.g. https://www.fashionsquad.com)
    We're working on your request. This will take just a minute...