Svana

DRAUMUR Í DÓS: SEBRA KILI RÚMIÐ

Ég var aðeins að sniglast í Epal í dag og það kom mér á óvart hversu margar óléttar stelpur ég rakst á, -margar hverjar sem voru komnar til að forvitnast um Kili rúmið frá Sebra. Þetta er jú eitt fallegasta barnarúmið sem ég veit um og ég er svo sannarlega ekki ein um að dreyma um að eignast slíkt:)

Fyrir þau sem ekki vita þá hét rúmið upphaflega Junoseng og var teiknað af danska arkitektnum Viggo Einfeldt árið 1942-1943. Rúmið seldist gífurlega vel til að byrja með en það var sérstakt fyrir það leyti að rúmið “vex með barninu”, byggingarefni var þó af skornum skammti í Danmörku á þessum tíma og erfitt var að anna eftirspurn (sem var mjög mikil) og hætti rúmið í framleiðslu uppúr árinu 1955 stuttu eftir andlát hönnuðarins.

Danska hönnunarfyrirtækinu Sebra hóf þó endurframleiðslu á því mörgum árum síðar og framleiða þau rúmið í dag í fjölmörgum litum.

Draumarúm ekki satt! Núna er það bara að vinna lottóið um helgina;)

  • Love
  • Save
    1 love
    Add a blog to Bloglovin’
    Enter the full blog address (e.g. https://www.fashionsquad.com)
    We're working on your request. This will take just a minute...