Svana

HVÍTT & RÓMANTÍSKT

Það gat ekki annað verið en að hér byggi innanhússtílisti, það er allt svo ótrúlega vel sett saman sem skapar eina fullkomna heild. Grunnurinn er allur hvítur og það er varla að sjá nokkurn hlut þarna inni sem er ekki hvítur eða brúnn sem skapar mjög afslappað andrúmsloft. Mjög marga hluti er að finna þarna úr basti, þá ýmist bastkörfur eða bastljós sem gera útlitið smá sveitó, svo auðvitað toppa gærurnar algjörlega lúkkið og eru þær látnar liggja á sófanum og stólum og gera heimilið mjög hlýlegt.

Það er þó ekki hægt að neita því að þetta heimili er algjört bjútí!

Innanhússtílistinn og ljósmyndarinn Line Kay býr hér ásamt eiginmanni sínum rétt fyrir utan Osló.

Það kemur mjög vel út að hafa opnar innréttingar í eldhúsinu og leyfa öllu stellinu að njóta sín.

Meira er betra á vel við hér, á þessu heimili fá allir hlutir að njóta sín og ekkert er falið inni í skápum.

Ekki þetta hefðbundna stílhreina danska heimili sem ég er vön að birta, en þetta fær alveg 10/10 í einkunn. Norsk heimili eiga það til að vera afskaplega hlýleg og áberandi meiri notkun á nátturulegum efnum og textíl. Ef þið eruð hrifin af svona stíl þá mæli ég með norska tímaritinu Interiör Magasinet, þykkt og djúsí blað:)

Skemmtileg ráð sem Line Kay lét fylgja með:

-Hvítir veggir ganga við allt.

-Notaðu textíl.

-Það þarf ekki allt að passa saman.

-Settu hluti í geymslu sem þér líkar ekki við.

-Notaðu gólfið eins og þú notar bakka, raðaðu á það bókastöflum, blómum eða stafla af púðum.

-Raðaðu hlutum saman í hóp, jafnvel óspennandi hlutir verða spennandi í hópi með öðrum.

-Brjóttu upp á textílinn og leiktu þér smá, jafnvel teppið undir kaffiborðinu þarf ekki að vera slétt og fínt.

Þar hafið þið það, hún Line kann þetta!

Myndir : Yvonne Wilhelmsen via Femina.

:)

  • Love
  • Save
    2 loves
    Add a blog to Bloglovin’
    Enter the full blog address (e.g. https://www.fashionsquad.com)
    We're working on your request. This will take just a minute...