Shades of Style

GJAFALEIKUR: MOROCCANOIL



Ég man þegar ég prófaði MOROCCANOIL vörurnar í fyrsta skiptið árið 2012. Ég og kærastinn minn vorum í San Fransisco yfir tvítugsafmælið mitt og hann gaf mér sjampó, næringu og olíuna og síðan þá hef ég ekki notað aðrar hárvörur. Ég hef alltaf notað "Hydrating" línuna en um daginn fékk ég að prófa "Moisture Repair" línuna. Sú lína inniheldur andoxandi argan olíu og afar virkt viðgerðar keratín, prótein og önnur næringarefni sem hjálpa til að bæta ástand hársins.
Að mínu mati finnst mér þessu lína henta mínu hári mun betur en "Hydrating" línan. Hárið mitt er mjög gróft og "frizzy" en eftir að ég byrjaði að nota þessar vörur fyrir 3 vikum hefur hárið mitt aldrei verið betra. Það er orðið svo mjúkt og svo þarf ég ekki að þvo það eins oft, en ég næ núna að þvo hárið mitt bara 2-3x í viku. Það er einnig mun auðveldara að eiga við það sem er algjör snilld þar sem ég er stundum mjög löt við að hafa hárið mitt niðri og á það til að setja það upp á morgnanna. Ég mæli algjörlega með þessum vörum ef þig vantar aðeins að fríska upp á hárið þitt og vilt hafa það silkimjúkt og glansandi.
Mig langaði að gleðja einn lesanda bloggsins og því ætla ég að gefa eina tösku sem inniheldur 250 ML af "Moisture Repair" sjampó & næringu og 50 ML af olíunni. Til að komast í pottinn þarft þú að:
- Skilja eftir comment með nafni og - Afhverju þú?
Ég dreg úr commentunum á föstudaginn - takk fyrir að lesa ♥



Vörurnar í þessari færslu fékk ég sendar sem sýnishorn en það hefur þó engin áhrif á skoðanir mínar né það sem kemur fram í færslunni.
  • Love
  • Save
    Add a blog to Bloglovin’
    Enter the full blog address (e.g. https://www.fashionsquad.com)
    We're working on your request. This will take just a minute...