Shades of Style

PERSONAL: frá mér til ykkar



Helgin var ansi viðburðarík í íslenska bloggheiminum og ég held að það hafi ekki farið framhjá neinum. Ég tók þessu alls ekki persónulega, enda geri ég mér grein fyrir því að blogg eru ekki fyrir alla. Ég verð samt að viðurkenna að mér fannst alls ekki gaman að lesa hvað sumir höfðu að segja um íslensk blogg í dag, að bloggarar væru veruleikafirrtir, yfirborðskenndir og væru að auglýsa "glanslíf" á bloggunum sínum ásamt því að fiska eftir hrósum.
Mig langaði bara aðeins að segja ykkur mína hlið. Ég vona innilega að fólk fái ekki þessa mynd af mér þegar það les bloggið mitt. Ég byrjaði að blogga reglulega árið 2012 þegar ég bjó erlendis og var það leið til að leyfa fjölskyldunni minni og vinum að fylgjast með litla ævintýrinu okkar. Á þeim tíma uppgvötaði ég svo alla þessa helstu erlendu tískubloggara og fékk innblástur til að blogga meira um tísku, hönnun og ákvað því að byrja að blogga eins og ég geri í dag. Ég er ekki að fiska eftir hrósum með outfit færslunum, heldur er það leið fyrir mig til að vera skapandi þar sem mér finnst mjög gaman að setja saman falleg outfit sem mér líður vel í. Tilgangurinn með þeim er að veita lesendum mínum innblástur, því sjálf sæki ég innblástur í aðra bloggara.
Ég blogga því mér finnst það gaman. Þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert og er bloggið orðið stór partur af lífinu mínu. Mér finnst æðislegt hversu margir lesa bloggið og er ég ævinlega þakklát fyrir allan stuðninginn ykkar. Myndirnar hér fyrir ofan sína hvernig ég er flest alla daga - í leggings, þæginlegri peysu og ómáluð upp í sófa að læra. Lífið mitt er
alls ekki fullkomið þó svo að bloggið og Instagram sýni bara góðu stundirnar. Ég hef alltaf
lagt mikla áherslu á það að vera ég sjálf og vera góð fyrirmynd - það er það sem skiptir
máli að mínu mati.
Tilgangur bloggsins er að veita lesendum innblástur og ég vona að lesendur geta sest niður eftir langan dag og notið þess að skoða bloggið og það sem ég hef að sýna ykkur. Mér finnst æðislegt að bloggmenningin á Íslandi er að vaxa og ég vona að við getum öll fagnað fjölbreytileikanum og verið við sjálfar - það er það sem skiptir máli. Ég hef lært
að láta skoðanir annarra ekki hafa áhrif á mig og ég held áfram að elta draumana mína.
Takk fyrir að lesa ♥


  • Love
  • Save
    Add a blog to Bloglovin’
    Enter the full blog address (e.g. https://www.fashionsquad.com)
    We're working on your request. This will take just a minute...