Svana

HEIMA HJÁ RAKEL RÚNARS ♡

Ætli þetta sé ekki eitt skemmtilegasta innlitið sem ég hef birt að mínu mati, hér býr ein af mínum allra bestu og frábærustu vinkonum, hún Rakel Rúnars. Ég hef sjálf bara séð brot af heimilinu af og til á Snapchat og suðaði svo í henni að fá fleiri myndir sendar, ég er því að sjá heimilið í fyrsta skipti núna og finnst það alveg ægilega gaman. Rakel flutti nefnilega til Cardiff í haust ásamt fjölskyldunni sinni þeim Andra Ford og syni þeirra honum Emil Patrik. Rakel sem er með masterpróf í tískustjórnun og markaðsfræði (æ nó spennandi!) vinnur hjá bresku fatakeðjunni Peacocks á meðan að Andri er að taka master í Kírópraktík. Við fjölskyldan erum á leið til þeirra í heimsókn í mars og það er talið niður hér á bæ og gaman að sjá hvað það mun fara vel um okkur á þessu fallega heimili.

Við Rakel deilum nánast alveg sama smekk eða u.þ.b. í 90% tilfella og því ekki furða að mér þyki þetta vera æðislega smart heimili. Sófann keyptu þau nýlega en hann er frá Ilva en Rand mottan gerir ofsa mikið fyrir stofuna sem var teppalögð fyrir (bretar eru víst sjúkir í að teppaleggja allt), mér finnst þetta vera ofsalega hlýlegt að hafa teppi á teppi:)

Það verða ófáar kósýstundirnar í þessum horni ♡ Fínu myndina á veggnum keypti Rakel fyrir nokkru og viðbrögðin hjá hennar manni voru svipuð og hjá Andrési þegar hann sá plakatið mitt hahaha. -Svo skemmtilegir þessir kærastar:)

Ég ætla að ræna þessum fluffy púða í mars.

Herbergið hans Emils er líka æðislega fínt.

Rakel var einmitt að minna mig á í kvöld hvað það er fyndið að við séum svona góðar vinkonur í dag því við vorum saman í bekk í unglingadeild og þoldum þá ekki hvor aðra, ef ég man rétt þá þótti henni ég tala of mikið í tímum og mér þótti hún vera frekar mikið snobb. Sem betur fer breyttist það þó fljótlega!

Mikið verður nú gaman að koma bráðlega í heimsókn þangað.

Þið finnið hana á instagram hér: rakelrunars

-Svana

  • Love
  • Save
    2 loves
    Add a blog to Bloglovin’
    Enter the full blog address (e.g. https://www.fashionsquad.com)
    We're working on your request. This will take just a minute...